Roskilde 2011: Bring Me To The Horizon

Það eru ekki einungis hugljúfir og krúttlegir tónlistarmenn sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni 2011 en bresku metalcore hundarnir í Bring Me To The Horizon ætla að sprengja allt í loft upp á hátíðinni í ár. Hljómsveitin hefur undanfarin ár staðið fremst á meðal jafningja á Bretlandseyjum í sínum geira tónlistar en sveitin var stofnuð í Sheffield á Englandi árið 2004. Bring Me To The Horizon hafa sent frá sér þrjár breiðskífur og bætt á sig húðflúrum hvern dag síðan. Helflúraðir og gjörsamlega sturlaðir á sviði stefnir sveitin á allsvaðalega tónleika á Roskilde 2011 en nýjasta plata sveitarinnar, There is A Hell, Believe Me I´ve Seen It, There Is A Heaven, Let´s Keep It A Secret, kom út árið 2010 og skaust beint á toppinn í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi.

Aðdáendur metalcore senunnar ættu ekki að láta sig vanta á tónleika Bring Me To The Horizon á Roskilde 2011.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.