Gillon – Blindaður af ást

Einhverjir lesendur Rjómans ættu að kannast við Gísla Þór Ólafsson en hann sendi m.a. í fyrra frá sér magnað lag um teiknimyndahetjuna víðfrægu Andrés Önd og var það að sjálfsögðu birt hér á Rjómanum.

Gísli, sem vinnur hjá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga samhliða tónlistarmennskunni, hefur nú sent frá sér nýtt lag sem hann nefnir “Blindaður af ást”. Mun það vera að finna á Næturgárun, væntanlegri fyrstu plötu Gísla, sem tekið hefur sér listamannsnafnið Gillon að því tilefni.

Gillon – Blindaður af ást

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.