Nýtt lag frá Lockerbie

Góðvinir Rjómans í Lockerbie voru, nánast í þessum skrifiðu orðum, að setja á Netið sitt nýjasta lag en það ber heitið “Í Draumi” og má heyra það hér að neðan.

Platan þeirra, Ólgusjór, fæst nú í stafrænu formi á öllum helstu netverslunum eins og gogoyoko, iTunes og Amazon en er væntanleg í föstu formi til kjötheima, líklegast í næstu viku.

Það er líka að frétta af Lockerbie að þeir handsöluðu nýverið samning við útgáfufyrirtæki í Japan sem
heitir Rallye Label en það er með nokkrar íslenskar hljómsveitir á sínum snærum og má þar nefna m.a. Feldberg, Amiinu og Rökkurró.

Lockerbie – Í Draumi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.