• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Spacevestite gefur út sína fyrstu plötu.

  • Birt: 08/06/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Metnaðarfull fyrsta plata hipparokkbandsins Spacevestite er komin út og inniheldur hún 9 smelli, hver öðrum betri. Þeir sem hafa einhvern tíma legið í móki yfir The Doors, Snake eða Jet’s Amazing Bullit Band ættu að geta legið lengur með þessa á fóninum því platan hendir manni umsvifalaust í tímavélina sem opnast einhversstaðar á ströndum Kaliforníu á sjöunda áratugnum og ekkert nema gott partí framundan.

Platan, sem ber nafn bandsins, er nýmasteruð en hafði legið í geymslu í 2 ár vegna þess að hljómsveitarmeðlimir fór í sitthvora áttina eftir að upptökum lauk. Það voru Benzin bræður Daði og Börkur sem tóku gripinn upp.

Hljómsveitin er skipuð 5 drengjum úr Hafnarfirði, sem hafa undanfarið einnig spilað saman undir nafninu Mighty Good Times, en þeir eru: Andri Eyjólfsson (söngur), Stefán Ólafsson (bassi), Eiður Rúnarsson (gítar), Steinarr Logi Steinsen (trommur) og Pálmar Garðarsson (hljómborð).

Það er útgáfyrirtækið Ching Ching Bling Bling sem dreifir plötunni á stafrænu formi og hægt er að kaupa gripinn núna á gogoyoko.com og Bandcamp en hún verður fáanleg innan skamms í öllum helstu netverslunum.

Leave a Reply