• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt íslenskt

Það er alltaf nóg um að ske í íslensku tónlistarlífi or Rjóminn reynir að sjálfsögðu sitt allra besta að hafa puttana á slagæðunum og taka púlsinn á fyrirbærinu. Hér að neðan eru nokkur lög úr ýmsum áttum sem borist hafa æruverðugum ritsjóra til eyrna.

Kjarr – Beðið eftir sumrinu
Nýjasta pródjekt Kjartans úr Ampop sem nú kallar sig Kjarr. Bragðmikið og gott popp með síkadelískum undirtón.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hjálmar – Í gegnum móðuna
Hjálmar eru greinilega að farnir að kanna dansvænu og rafrænu hliðina á sér ef eitthvað er að marka þeirra nýjasta lag. Verður spennandi að heyra meira af væntanlegu efni þeirra.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gang Related – Mona
Magnað stöff frá þessari nýju sveit sem m.a. er skipuð meðlimum úr Morðingjunum.

Stjörnuryk – Komum vaðandi inn (ásamt 3hæðin & musiggi)
Rappsveitin Stjörnuryk gaf út frumburð sinn um daginn og þetta dubstep/drum n bass vædda lag náði strax að fanga athygli mína.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply