• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Pétur Ben og Eberg – Numbers Game

  • Birt: 15/06/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Pétur Ben og Eberg eru tvö af stærri nöfnum íslenskrar tónlistarsenu. Þeir hafa hvor í sínu lagi sent frá sér hvert meistaraverkið á fætur öðru. Á plötunni Numbers Game leiða þeir saman hesta sína og útkoman er hreint frábær. Ýmsir góðkunnir gestir skjóta upp kollinum á plötunni en má þá nefna Mugison, Sigtrygg Baldursson, Nóa (Leaves), Gísla Galdur, Maríu (Amiinu) og Hildi (Amiinu). Platan inniheldur meðal annars hið gríðarlega vinsæla lag “Come on come over” sem flestir ættu að þekkja úr Nova auglýsingum.

Pétur Ben sendi frá sér plötuna Wine For My Weakness árið 2006 sem fékk frábæra dóma og síðan þá hefur hann unnið plötur með Bubba Morthens, Ellen Kristjáns, samið tónlist við verk íslenska dansflokksins sem og að spila með listamönnum eins og Mugison. Eberg (Einar Tönsberg) er hann einn af fáum Íslendingum sem hefur verið með samning erlendis í yfir áratug og tónlist hans gefin út um allan heim við góðan orðstýr. Tónlist Einars hefur ratað í fjölmargar stórar erlendar auglýsingar og sjónvarpsþætti auk þess sem plötur hans hafa verið lofaðar í bak og fyrir. Einar er helmingur hins stórskemmtilega dúet Feldberg sem flestir Íslendingar ættu að kannast við.

Platan var unnin í Drekabælinu, Stúdíó Vofffff og Sundlauginni.

Pétur Ben og Eberg – Come On Come Over

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply