Youtube meik 1860

Hljómsveitin 1860 hefur komist að samkomulagi við Gravitation Records í Bandaríkjunum um útgáfu óvenjulegrar stuttskífu núna í haust. Sveitinni var boðið til New York nú á dögunum í kjölfar myndbanda sem vöktu athygli á Youtube. Gravitation Records, sem m.a. hefur séð um umboðsmennsku fyrir The Tallest Man on Earth, ætlar að gefa út og dreifa stuttskífu með 1860 á Bandaríkjamarkaði sem mun bera einkenni þeirrar tafarlausrar og hrárrar sköpunar sem á sér stað á internetinu.

1860 spilar frumsamið alþýðupopp og gaf nýlega út lagið “Snæfellsnes” sem hefur fengið talsverða spilun í útvarpi. Hljómsveitin hefur lokið upptökum á 13 laga breiðskífu, Sagan, sem mun koma út á Íslandi í júlí og er ætlunin að fylgja þeirri útgáfu með tónleikahaldi allt frá Patreksfirði til Hornafjarðar. Sveitina skipa Hlynur Hallgrímsson, Kristján Hrannar Pálsson og Óttar Birgirsson og spilar þeir jöfnum höndum á gítar, mandólín, píanó, kontrabassa, stóla, gsm-síma og ýmislegt annað sem er nærri hverju sinni. Tónlistin er undir talsverðum áhrifum frá þjóðlagapoppi og öðru popprokki eins og Spilverki Þjóðanna, Fleet Foxes, Mumford and Sons, Arcade Fire, Belle & Sebastian og fleirum.

Viðtal við piltanna um tónlistina og framtíðina mun birtast í Monitor á morgun.

1860 – Snæfellsnes

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.