gogoyoko Wireless – Bloodgroup Unplugged

Fimmtudaginn 23. Júní heldur gogoyoko wireless tónleikaröðin áfram. Þetta er unplugged tónleikaröð þar sem gogoyoko fær uppáhalds hljómsveitirnar sínar til að setja sín bestu lög í nýjan búning og þar sem um einstaka upplifun er að ræða verða viðburðirnir festir á filmu og gefnir út í DVD viðhafnarútgáfu fyrir næstu jól.

Í þetta skipti ætlar hljómsveitin Bloodgroup, sem er þekktust fyrir dansvæna rafmagnstónlist, að taka upp kassagítarinn og hljóma eins og þau hafa aldrei gert áður. Þau hafa fengið til liðs við sig strengjasveit og píanóleikara og eru um þessar mundir við stífar æfingar að setja lögin sín í órafmagnaðar útgáfur.

Sem fyrr verða bara hundrað miðar í boði og síðast þurfti að vísa mörgum frá svo við minnum fólk á að vera snemma á ferðinni.

Húsið opnar kl 21.00 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 22.00

Miðasala fer fram í 12 tónum á skólavörðustíg og kostar miðinn 1500 krónur.

4 responses to “gogoyoko Wireless – Bloodgroup Unplugged”

  1. Alex MacNeil says:

    An article about our concert series with an embedded song from our competitor? Awesome. Here’s an embed code for Bloodgroup – “Overload”

    [gogoyoko width="460" height="100" params="" url=""]

  2. Sorry Alex. Mindless mistake I did there.

  3. Alex MacNeil says:

    If it had to be anyone, Egill, I’m glad it was you. 😀

  4. Awww…how sweet 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.