Væntanlegir tónleikar hjá Svavari Knúti

Hið ljúfa söngvaskáld Svavar Knútur verður á faraldsfæti í sumar og mun spila á hinum ýmsu tónleikum víðsvegar um landið. Hér að neðan er dulítil upptalning á hans helstu uppákomum.

Fyrst ber að nefna Jónsmessunætur-dúettatónleika með Kristjönu Stefáns í Viðey, bæði kl. 20:00 og 23:00 á Jónsmessu, 23. júní næstkomandi. Forsala aðgöngumiða er á Miða.is

Svo verður Svavar á Hellissandi með smá tónleika á Kaffi Sif 22. júní, en það er “bara svona lókall…” eins og hann orðar það sjálfur.

25. júní mun Svavar spila í Sólheimakirkju með ömmulög og smá frumsamið kl. 14.00, sem hluti af menningarveislu Sólheima.

30. júní verð hann í Hólmavíkurkirkju kl. 20:00 með tónleika. Ókeypis fyrir börn og allt.

7. júlí verða hann og Kristjana á Græna Hattinum á Akureyri með dúettatónleika.

14. júlí er það svo Rósenberg en þar hefst gleðin kl. 21.00

23. júlí verður Svavar svo á Bræðslunni í Borgarfirði Eystri, ásamat Glen nokkrum Hansard og verður það án efa nokkuð kúl uppákoma.

Tékkið endilega á Svavari verði hann í næsta nágreini ykkar í sumar.

Svavar Knútur – Yfir hóla og yfir hæðir

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.