The Scaffold

Það er nú fátt jafn gleðilegt í sögu gleði- og grínpopptónlistar og Liverpool-sveitin The Scaffold. Þessi merka sveit var skipuð þeim Mike McGear (sem hét réttu nafni Peter Michael McCartney og var bróðir Bítilsins Paul McCartney), Roger McGough og John Gorman.

The Scaffold, sem starfaði með hléum milli áranna 1965 -1977, átti nokkra slagara á sínum tíma og náði einn þeirra, lagið “Lily The Pink”, m.a. fyrsta sæti á smáskífulistanum í Bretlandi. Annað lag sem mikillar hylli naut var lofsöngurinn “Thank You Very Much” en það náði fjórða sæti á breska listanum.

Þar sem enginn þriggja meðlima The Scaffold kunni að spila á hljóðfæri af neinu viti unnu þeir jafnan með hinum ýmsu listamönnum og komu margir nafntogaðir einstaklingar þar við sögu. Fyrir utan Paul og Lindu McCartney og The Wings (auðvitað hjálpaði Bítillinn litla bróður), spiluðu Jack Bruce, Elton John, Graham Nash og Jimi Hendrix allir undir með tríóinu á fyrstu árum þess og Tim Rice, sem síðar átti eftir að semja Jesus Christ Superstar ásamt Andrew Lloyd Webber, söng meira að segja bakraddir í einu lagi.

Hér að neðan eru þrjú vel valin lög. Hittararnir áðurnefndu og svo hressilegt flipp með skátasönginn “Gin Gan Goolie”. Ég held að menn þurfi að vera ansi miklar teflonsálir fái þessir gleðisöngvar þá ekki til þess að brosa þó ekki væri nema út í annað.

The Scaffold – Lily The Pink

The Scaffold – Thank you very much

The Scaffold – Gin Gan Goolie

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.