Hátíð fer að höndum ein

Þar sem Hróarskelduhátíðin 2011 hefst í næstu viku er tilvalið að henda í einn góðan blandlista, faðma að sér helgina, sólina og fara að hlakka til. Veðurspáin rokkar upp og niður fyrir Danaveldið og geta hátíðargestir því gert vel við sig með stígvélakaupum auk þess að gefa hlýrabolnum og stuttbuxunum pláss í ferðatöskunni. Þrátt fyrir dræmar undirtektir við val skipuleggjenda á listamönnum í ár er uppselt á hátíðina og virðist tilfinningin vera með einu og öllu frábær. Við skulum hlýða og virða fyrir okkur nokkrar áhugaverðar sveitir sem fram koma á hátíðinni í ár, opna einn kaldan, fara að dansa og pakka niður. Lesendur hafa þó án efa tekið eftir dálítilli umfjöllun undanfarið og geta því gert sér glaðan dag og litið yfir þær færslur. Rjóminn verður að sjálfsögðu á svæðinu og færir fréttir af fréttnæmu fjöri eins fljótt og auðið er. Skál!

Í lokin smá kitl í mallann frá Roskilde 2008 en þessir piltar snúa aftur í ár og ætla sér að loka Orange sviðinu á sunnudagskvöldið.

….og svo miklu miklu meira! Sjáumst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.