La Líf

Eitt af allra áhugaverðustu popplögum íslandssögunnar er lagið “La Líf”. Þetta ljúfsára lag er samið er af Kjartani Ólafssyni og er í flutningi hljómsveitarinnar Smartband. Viðlag lagsins er einkar grípandi en það er textinn, ef svo má kalla, sem gerir það jafn áhugavert og raun ber vitni.

Það hafa margar sögur og kenningar verið uppi um hvað texti lagsins er og hvernig hann sé skrifaður og sunginn. Sumir vilja halda því fram að þarna sé talað eða sungið einhverskonar “P-mál”, að stöfum eða orðum hafi einhvernveginn verið víxlað, að textinn sé sunginn afturábak eða að hann sé hreinlega algert bull.

Persónulega, eftir að hafa hlustað oft og lengi á lagið, er ég kominn á þá skoðun að textinn sé bull. Það er þó skemmtilega tilhugsun að textinn sé í raun einhverskonar dulmál sem býður þess enn að vera leyst og að mikil viska, kannski sannleikurinn um tilgang lífsins, birtist þá hverjum þeim sem nær að afkóða textann.

En hverju sem því líður þá er lagið stórgott og á svo sannarlega skilið að hljóma sem oftast í eyrum landans. Lagið má nálgast hér á safnplötu Kjartans Lalíf 1985-1987.

Smartband – La Líf

P.s. Hvernig væri nú ef einhver tæki sig til og gerði gott cover af þessu lagi?

4 responses to “La Líf”

  1. Getið þið komið þessu snildarverki á Túbuna.

  2. Er á henni held ég.

  3. Guðmundur says:

    Er á Spotify líka.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.