Tónleikar með 1860 og Ylju

1860 – Someone You’d Admire (Fleet Foxes Cover)

Hljómsveitirnar 1860 og Ylja láta engan landshluta sitja á hakanum og fara í tónleikaferðalag um Vestfirðina næstu helgi til þess að kynna nýja plötu 1860 sem heitir Sagan og kemur út 25. júlí næstkomandi. Þeir sem eiga ekki heimagengt næstu helgi geta tekið forskot á sæluna á Café Flóru miðvikudagskvöldið 29. júlí.

Café Flóra er í grasagarðinum, tónleikarnir mun hefjast stundvíslega kl. 20:00 og er ókeypis inn. 1860 verða með forsölu á væntanlegri plötu sinni á sérstökum forsöluprís. Áætlaður útgáfudagur plötunnar er 25.júlí, en þeir sem kaupa í forsölu fá stafrænt eintak af plötunni u.þ.b. viku fyrr.

Þess má að lokum geta að 29. júní er afmælisdagur Hlyns í 1860, sem og afmælisdagur Gary Busey. Annar þeirra mun syngja þetta kvöld á Café Flóru – þó enn sé óvíst hvor það verður!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.