Ókeypis Íslensk Hróarskelduhátíð 29.júní – 03.júlí

Hróarskelduhátíðin er hafin en tónelskir Íslendingar hafa öllu jöfnu stundað þessa hátíð af krafti í gegnum tíðina. Það eru þó alltaf einhverjir sem ekki komast til Danmerkur í dýrðina og því hafa nágranna og vinastaðirnir Prikið og Den Danske Kro ákveðið að slá upp sinni eigin Hróarskelduhátíð 29 júní – 03 júlí 2011!

Hægt er að versla armband á stöðunum á sléttar 1000 kr en armbandið veitir gestum ríflegan afslátt á hálfs líters mjöð á meðan hátíðin stendur yfir og staðirnir eru opnir eða litlar 390 kr fyrir áfyllingu.

Dagskráin er ansi vegleg og ættu gestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Prikið er líka með frábæran matseðil fyrir svanga gesti og verður sérstakur Hróarskeldu hamborgari á boðstólnum á kosta kjörum á meðan hátíðin stendur yfir.

Tilgangurinn með hátíðinni er að hafa gaman og gera eitthvað krassandi fyrir kúnnahóp staðanna og aðra gesti og gangandi. Ef vel tekst til má fastlega búast við að hátíðin verði að árlegum viðburði.

Það er FRÍTT inn á þessa hátíð en gestir þurfa að hafa náð 20 ára aldrinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.