• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Beggi Smári – Mood

  • Birt: 30/06/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Beggi Smári hefur gefið út plötuna Mood. Platan er nefnd eftir hljómsveitinni sem Beggi hefur spilað með síðustu ár og samanstendur af 12 lögum en rauði þráðurinn í henni blús. Fyrsta smáskífan fór í spilun í vetur og heitir “Warm & Strong”. Það lag var á topp 30 á Rás 2 í samfellt 12 vikur og í mikilli spilun á Bylgjunni. Lagið kom nýlega út á plötunni Pottþétt 55. Sena dreifir plötunni Mood og er hún fáanleg rafrænt á tonlist.is.

Meðlimir hljómsveitarinnar Mood eru: Beggi Smári (gítar/söngur), Ingi S. Skúlason (bassi), Friðrik Geirdal Júlíusson (trommur) og Tómas Jónsson (hljómborð).

Auk þeirra spila á plötunni þeir Einar Scheving á trommur, Ingi Björn Ingason á bassa og Daði Birgisson á hljómborð.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.mood.is

Beggi Smári og Mood halda tónleika á Rosenberg annað kvöld, föstudaginn 1. júlí, klukkan 21:00 og verða þar spiluð lög af plötunni.

Beggi Smári – Warm and Strong

Leave a Reply