Coral gefa út Leopard Songs

Íslenska rokkhljómsveitin Coral hefur verið starfandi síðan árið 2000, þegar meðlimirnir Gunnar Jónsson (söngur), Steinar Guðjónsson (gítar), Andrés Hlynsson (bassi) og Þorvaldur Kári Ingveldarson (trommur), þá óharðnaðir unglingar, hittust í fyrsta sinn í Hljómskálanum og spiluðu Weezer-lög saman.

Mannaskipan hefur haldist óbreytt síðan þá og hljómsveitin spilað á hundruðum tónleika víðsvegar um landið. Árið 2002 gaf sveitin út EP plötu, oft kölluð ,,Gula platan,“ sem innihélt meðal annars útvarpssmellinn ,,Arthur“ sem hlaut mikla spilun á rokkstöðvum bæjarins. Árið 2007 kom síðan út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, The Perpetual Motion Picture sem innihélt blöndu af drífandi rokki og tilraunamennsku. Platan var aðallega tekin upp í Gróðurhúsi þeirra Bedroom Community-manna og komu margir gestir við sögu, meðal annars Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, Davíð Þór Jónsson píanóleikari og bandaríska tónskáldið Nico Muhly.

Í júlí kemur síðan loks út önnur breiðskífa Coral sem hefur hlotið nafnið Leopard Songs. Hinir íburðarmiklu hljóðheimar The Perpetual Motion Picture eru nú víðsfjarri og þétt rokkið sem hefur einkennt bandið frá upphafi er í forgrunni. Leopard Songs tekst þannig að fanga kraft Coral eins og sveitin hljómar á tónleikum, á náttúrulegan og dýnamískan hátt. Platan er níu lög, fjörutíu og tvær mínútur að lengd, og inniheldur hrátt rokk og texta sem harma og fagna hinu dýrslega eðli mannsins. Fyrsta smáskífa plötunnar ber heitið ,,The Underwhelmer“ og birtist á facebooksíðu Coral, www.facebook.com/coralmusic á fyrstu dögum júlímánaðar.

Plötuna unnu Coral mestmegnis með Friðriki ‘Peacedust’ Helgasyni í Hljóðstofu Friðriks og Jóhanns. Saman tóku Friðrik og Coral þá ákvörðun að hafna hinu svokallaða hávaðastríði (e. Loudness War), hljóðvinnsluaðferð þar sem náttúruleg dýnamík tónlistar er minnkuð með svokölluðum compressor í þeim tilgangi að hafa tónlistina eins háa og mögulegt er.

Leopard Songs var masteruð af kostgæfni með Finni Hákonarsyni og um hönnun umslags sá Rut Sigurðardóttir (www.rutsigurdardottir.com). Plötunni er dreift af Record Records.

Coral – The Underwhelmer

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.