• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ofvitarnir gefa út Stephen Hawking/Steven Tyler

Í kvöld, Föstudaginn 8 júlí verða haldnir tónleikar á Dillon í tilefni þess að ein mest spennandi nýja sveit Reykjavíkur, Ofvitanna var að gefa út sína fyrstu plötu. Platan hefur hinn hinn hálfgáfulega titil “Stephen Hawking/Steven Tyler” og kemur út á vegum eðalútgáfunnar Paradísarborgarplötur (PBP). Ofvitarnir er pönkhljómsveit sem hefur verið starfandi síðan í Janúar á þessu ári og sækir áhrif í pönk-rokk áttunda áratugarins, hardcore sveitir níunda áratugarins og indí bönd 10 áratugarins. Meðlimir koma úr böndum á borð við Deathmetal Supersquad, Bummer, My Summer As A Salvation Soldier, Gavin Portland, Tentacles of Doom, og fleirum og fleirum og fleirum. Ásamt Ofvitunum ætla hljómsveitirnar Fist Fokkers, REYKJAVÍK! og tónlistarmaðurinn Þórir Georg að koma fram.

Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og er aðgangseyrir enginn.

Ofvitarnir – Time the Elevator

Leave a Reply