Morðingjarnir senda frá sér Blóð.

Hljómsveitin Morðingjarnir hefur látið lítið fyrir sér fara síðan þeir sendu frá sér jólalagið “Jólafeitabolla” við góðar undirtektir landsmanna. Þeir hafa þó verið að vinna að nýjum lögum sem mögulega kannski verða á nýrri plötu þegar fram líða stundir. Fyrsta lagið af þessari væntanlegri plötu hefur nú verið sett í spilun sem og verður fáanlegt á tónlistarveitunum www.tonlist.is og www.gogoyoko.com. Lagið heitir “Blóð” og er fyrirtaks spaghettíkántrívestra slagari í anda KK og Ennio Morricone.

Lagið er tekið upp af Helga Sæmundi Kaldalón Guðmundssyni, liðsmanni Bróðir Svartúlfs, sem einnig leikur á munnhörpu. Smári Tarfur leikur svo á slædgítar og Ólafur Torfi leggur til bakraddir, en hann þykir víst djúpraddaðri en Barry White á góðum degi. Umslag smáskífunnar “Blóð” er svo hannað af Morðingjunum sjálfum.

Morðingjarnir – Blóð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.