Shoegaze á sunnudegi – Burrrn

Algjör þögn er best. En góður hávaði er góður líka! Svo kvað skáldið hér forðum daga og japanska hljómsveitin Burrrn hefur komist að þessari sömu niðurstöðu. Þessa sveit hef ég rekist á fyrir nokkru síðan og sett í spjaldskrána undir “hlusta á seinna”, og þegar loksins varð af því mundi ég ekki hvar ég fann tónlistina, og fann fátt gáfulegt um hljómsveitina á netinu, enda vill svo til að hún heitir sama nafni og nokkuð algengt forrit sem notað er við brennslu á geisladiskum. Það var því upp á von og óvon sem ég sendi þeim skilaboð í gegnum Myspace án þess að eiga von á miklu, en viti menn, eftir nokkra daga barst mér svar á skemmtilega bjagaðri ensku.

Þá kemur upp úr kafinu að Burrrn var stofnuð fyrir 6 árum síðan í Tokyo, og þau telja upp My Bloody Valentine, Sonic Youth og Velvet Underground sem helstu áhrifavalda. Árið 2007 kom út EP platan “Song without words” og núna nýverið fyrsta breiðskífa sveitarinnar, “Blaze down his way like the space show”. Skífan sú er að sjálfsögðu gefin út af þeirra eigin útgáfu sem heitir Rrrrecords

Ég spái því að við heyrum brátt meira af þessari sveit, í það minnsta í Shoegaze heiminum, enda hafa þau nýverið túrað um Japan með þeirri stórmerku sveit Die!Die!Die! (sem ku ekki vera þýsk). Mér finnst þó heldur merkilegra að Burrrn spilaði með hinni frábæru sveit Ceremony sem fjallað hefur verið lofsamlega um hér á rjómanum áður.

Hérna er allavegana lagið sem kveikti í mér, og svei mér þá ef það eru ekki smá MBV áhrif á ferðinni hér! Þetta er eiginlega bara alveg klikkað, og skal að sjálfsögðu spila á hæsta mögulega styrk.

Burrrn – Shut my eyes

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vefsíða sveitarinnar

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.