• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt lag frá Hellvar og tónleikaferð til Bandaríkjanna

  • Birt: 22/07/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Lagið “I Should Be Cool” er annað lagið sem heyra má af komandi plötu Hellvar, Stop That Noise, en lagið “Ding An Sich” hafði áður fengið að hljóma og naut töluverðra vinsælda, en það sat til dæmis í níu vikur á Topp 30 lista Rásar 2.

“I Should Be Cool” er hljóðritað og hljóðblandað af upptökumeistaranum Aroni Arnarsyni en hann sá um hljóðvinnslu plötunnar. Tónjöfnun (mastering) var í höndum Golden Mastering í Kaliforníu sem meðal annars hefur unnið fyrir Sonic Youth, Primus, Chris Isaak og Calexico.

“I Should Be Cool” er líklega eitt rokkaðasta lag plötunnar og tilvalið í langa sem styttri bíltúra í sumarblíðunni. Stop That Noise er væntanleg í byrjun ágúst og kemur út í samstarfi við Kimi Records.

Hellvar er einnig á leið til Bandaríkjanna í stutta tónleikaferð og leggur af stað þann 21. júlí. Sveitin leikur á tónleikahátíð í New York-fylki en spilar auk þess í Brooklyn og víðar. Um er að ræða sex tónleika, bæði rafmagnaða og órafmagnaða. Fyrstu tónleikarnir verða þann 27. júlí þar sem sveitin verður aðalnúmerið í tónleikaröðinni Hudson Water Music en þar spila hljómsveitir á bökkum Hudson-árinnar. Hljómsveitin mun nýta vikuna fram að tónleikum til æfinga.

Hellvar – I Should Be Cool

Leave a Reply