• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Bandaríska Svartmálmssveitin Negative Plane í Reykjavík 6. Ágúst

  • Birt: 28/07/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Bandaríska Svartmálmshljómsveitin Negative Plane mun enda sinn fyrsta Evróputúr með tónleikum í Reykjavík laugardaginn 6. ágúst. Íslensku svartmálmssveitirnar Abominor, Chao og Svartidauði sjá um upphitun. Tónleikarnir verða haldnir á Café Amsterdam, og verður 18 ára aldurstakmark inn. Húsið opnar klukkan 22:00 og hefjast tónleikarnir klukkan 22:30. Miðaverð er 2500 kr. Ekkert verður til sparað varðandi hljóð og sviðsmynd, en hljóðkerfið verður stækkað og sviðið skreytt í anda kvöldsins.

Negative Plane – Advent Of The Beast

Leave a Reply