Prinspóló tekur 33 snúninga

Sælkerinn og skemmtikrafturinn sívinsæli Prinspóló var að senda frá sér hljómplötuna Jukk á vínylplasti. Vínylplötunni fylgir einnig niðurhalskóði svo hægt sé að nálgast músíkina á stafrænu formi. Jukk fæst í nokkrum plötubúðum á Íslandi sem og á meginlandi Evrópu og er einnig hægt að panta hana í vefbúð Havarí. Þetta form ku hafa verið vinsælt á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en þá voru víst allir að gera svona. Vínylplata þessi hinniheldur 9 lög (þau hin sömu og á geisladisknum) og aukalagið “18 & 100” sem kom út á stuttskífunni Einn heima sumarið 2009. Útgefandi er hið framsækna útgáfufélag Kimi Records.

Annars er það að frétta af Prinspóló að hann er um þessar mundir að æfa plötusnúðasett fyrir Innipúkann í Iðnó og safna kröftum til að komast í Vestfjarðatúrinn, en það stendur til að halda nokkra tónleika þar um miðjan ágúst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.