Rjómalag dagsins 5.ágúst: John Grant – Jesus Hates Faggots

Rjómalag dagsins í dag er með verðandi íslandsvininum John Grant, sem spilar á Airwaves hátíðinni í Október. Grant, sem var áður í hljómsveitinni The Czars, gaf út sína fyrstu sólóplötu í fyrra: hina frábæru “Queen of Denmark”. Á plötunni gerir hann upp erfiða fortíð sína – alkóhólisma, eiturlyfjafíkn og fordóma vegna kynhneigðar – í samvinnu við eðalbandið Midlake. Það er kannski við hæfi að Gay Pride helgin hefjist á laginu Jesus Hates Faggots, frábæru en átakanlegu lagi sem segir okkur að enn þann dag í dag sé til fólk sem þarf að berjast við eigin fordóma og annarra, bara til að fá að vera það sjálft.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.