• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Brussel

  • Birt: 11/08/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Brussel er ný hljómsveit sem gaf á dögunum út sitt fyrsta lag sem nefnist “Annað líf”. Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til Selfoss en meðlimir hljómsveitarinnar eru nú staðsettir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Brussel var stofnuð í byrjun ársins 2011 en segja má að upruna sveitarinnar megi rekja allt aftur til ársins 2005.

Mikið er í vændum hjá hljómsveitinni sem hefur að mestu legið undir súð í sumar vegna utanlandsveru meðlima. Annað lag er í kortunum og mun vera gengið í hljóðver á næstu dögum en einnig er hugsanlegt myndband sé á leiðinni auk þess sem hljómsveitin var fengin til að semja lag fyrir auglýsingu. Lagt er upp með að hafa alla texta á íslensku og leggja meðlimir sveitarinnar mikla ástúð í að tunga okkar sé sem ylhýrust með hreinskilni og persónulegri textagerð. Segja má að tónlistarstefna Brussel sé hálfgert stefnuleysi en það gerir tónlistarsköpunina hömlulausari og eykur á tilraunasemi sem getur af sér forvitnilegri útkomu.

Brussel – Annað Líf

Leave a Reply