• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

HAM – Svik, harmur og dauði

  • Birt: 20/08/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Eftir rétt um 20 ára bið hélt hin goðsagnakennda sveit HAM loks í hljóðver og tók upp nýja plötu! Platan hefur hlotið nafnið Svik, harmur og dauði og kemur út á vegum Smekkleysu þann 1. september næstkomandi. Um er að ræða fyrstu eiginlegu hljóðversplötu HAM frá því að Buffalo Virgin kom út árið 1989 og því ljóst að margir hafa beðið lengi með eftirvæntingu eftir nýju efni frá hljómsveitinni.

Nú þegar hefur landanum gefist tækifæri á að heyra forsmekkinn af því sem koma skal með laginu „Ingimar“ sem hefur trónað ofarlega á vinsældarlistum útvarpsstöðvana undanfarnar vikur. Þá hefur hljómsveitin sent frá sér nýtt lag sem má gera ráð fyrir að fái að hljóma á öldum ljósvakans, en það er lagið „Dauð hóra“.

Til að fagna langþráðri bið munu HAM-liðar blása til heljarinnar útgáfutónleika þann 8. september næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir á Nasa og sér hljómsveitin Swords of Chaos um upphitun.

Á menningarnótt næstkomandi laugardag gefst aðdáendum sveitarinnar tækifæri til að taka forskot á sæluna og panta plötuna áður en hún kemur í verslanir. Það er hægt að gera í verslun Smekkleysu við Laugaveg þar sem hægt verður að forpanta plötuna á sérstöku tilboðsverði og fá um leið kóða til niðurhals. Einnig verður þar hægt að tryggja sér miða á útgáfutónleikana á tilboðsverði jafnt sem tónleikamiði og plata verða seld saman með sérstökum afslætti. Miðasala fer einnig fram á midi.is frá og með laugardeginum nk.

HAM – Ingimar

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply