• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Tomten (Seattle, US) ásmt Just Another Snake Cult, Ofvitarnir og Loji

Rjóminn rakst á þennan viðburð á Facebook

Systralag Reykjavíkur og Seattle kynna með stolti!

á Faktorý v/Smiðjustíg (efri hæð), 24. ágúst kl. 22:00 – stundvíslega!!

Hús opnar kl. 21:00 – Frítt inn.

Baroque-poppsveitin Tomten er stödd hér á landi fyrir tilstuðlan Systralags Reykjavíkur og Seattle og í tilefni þess að í ár eru 25 ár síðan borgirnar gerðust vinaborgir. Hljómsveitin kom hingað ásamt hóp annarra listamanna frá Seattle til þess að taka þátt í viðburðum á nýafstaðinni Menningarnótt. Einnig komu hingað indíanar frá Quileute-þjóðflokknum sem sýndu þjóðdansa við sinn hljóðfæraleik og Bob Culbertson sem er einn mikilmetnasti Chapman Stick hljóðfæraleikari heimsins svo eitthvað sé nefnt. Tomten er frá Seattle í Bandaríkjunum er skipuð þeim Brian Noyeswatkins, Lena Simon, Gregg Belisle-Chi og Jake Brady og spilar sveitin melódískt baroque-popp með vægum skynvilluyfirbragði. Áhrifavaldar eru flestir frá sjöunda áratugnum auk nokkurra nýrri og á má heyra áhrif hljómsveita og tónlistarmanna á borð við The Zombies, Harry Nilsson, The Kinks, The Cure, The Beatles o.fl.. svífa yfir vötnum Hljómsveitin sendi frá sér samnefnda níu laga skífu seint á síðasta ári og má hlýða á hana í heild sinni hér: http://tomtenmusic.bandcamp.com/album/tomten
http://www.facebook.com/pages/Tomten/109281266222?ref=ts

Just Another Snake Cult er íslensk hljómsveit sem leidd er af Þóri Bogasyni Andersen sem fluttist sem ungabarn til Kaliforníu og bjó þar til ársins 2009 er hann fluttist til Íslands til að komast í tengsl við rætur sínar. Just Another Snake Cult sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, The Dionysian Season, á síðasta ári hjá hljómplötuútgáfunni Brak. Þórir var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna 2010 sem besti nýliðinn og er mat margra að sjaldan hefur eins fullmótaður tónlistarmaður komið eins skyndilega inn í íslenska tónlistarflóru og Just Another Snake Cult. Í Just Another Snake Cult spila einnig Ási Þórðarson og Bergur Thomas Andersen.
http://snakecult.tiredmachine.com/
http://www.gogoyoko.com/artist/justanothersnakecult

Loji er tón- og myndlistarmaður úr Álfheimum og hefur hann gert garðinn frægann með hljómsveitunum Sudden Weather Change og Prinspóló. Hann sendi frá sér sólóskífuna Skyndiskyssur á síðasta ári og vann hann til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2009 með hljómsveit sinni Sudden Weather Change. Loji heitir fullu nafni Loji Höskuldsson og hefur haldið fjölda tónleika sem og myndlistarsýninga víða um land.
http://brakrecords.com/releases/skyndiskyssur/

Ofvitarnir er þríeyki úr Reykjavík sem skipað er Þóri Georg Jónssyni, Júlíu Aradóttur og Fannari Erni Karlssyni. Þetta garage-pönk og indie-band sendi frá sér sína fyrst breiðskífu fyrr í sumar hjá íslensku jaðarútgáfunni Paradísarborgarplötur og heitir hún Stephen Hawking/Steven Tyler. Meðlimir Ofvitanna hafa einnig starfrækt nafntogaðarsveitir á borð við My Summer as a Salvation Soldier, Death Metal Supersquad, Gavin Portland, Bummer, Tentacles of Doom og fleiri nafntogaðar sveitir.
http://www.pbppunk.com/main/

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply