Iceland Airwaves á Akureyri

Fréttatilkynning frá Iceland Airwaves:

Iceland Airwaves heldur norður til Akureyrar og stendur fyrir tónleikum á Græna Hattinum laugardaginn 27. ágúst nk. Fram koma: Of Monsters and Men, Contalgen Funeral og Ljósvaki. Húsið opnar kl. 21:00 og tónleikarnir hefjast skömmu síðar. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

Hin annálaða 101 Reykjavík hátíð, Iceland Airwaves, hristir af sér malarstimpilinn og heldur norður. Með í för verða Skagfirðingarnir í Contalgen Funeral og höfuðborgarbúarnir í Ljósvaka og Of Monsters and Men. Markmiðið er að skemmta Norðlendingum og Akureyringum ekki síst með frábærum tónlistaratriðum auk þess sem boðskapur Iceland Airwaves hátíðarinnar verður borinn út. Tónlistarmenn og tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu horfa með öfundaraugum til Græna Hattsins sem er einn albesti tónleikastaður landsins og þó víðar væri leitað. Forsvarsmenn Iceland Airwaves myndu án efa nýta sér staðinn fyrir hátíðina ef hann væri bara 300 km nær miðabæ Reykjavíkur en raun ber vitni. Það er ekki síst þess vegna sem við höldum Norður – ef Múhameð kemur ekki til fjallsins þá fer fjallið til Múhameðs!

Það verður hreint frábært stuð á laugardaginn á Græna Hattinum!

Contalgen Funeral – Pretty Red Dress

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.