Hermigervill leikur fleiri íslenzk lög

Hermigervill fylgir nú eftir hinni geysivinsælu plötu Hermigervill leikur vinsæl íslenzk lög með hinni splúnkunýju Hermigervill leikur fleiri íslenzk lög. Platan mun koma út í byrjun september og inniheldur tíu perlur sem eru öllum landsmönnum vel kunn, þar á meðal hið sívinsæla “Gvendur á eyrinni”, hið hugljúfa “Ég veit þú kemur” og hið lauflétta “Nú liggur vel á mér”. Útgefandi er HG hljómplötur í góðu samstarfi við Kimi Records. Eru öll lögin klædd í hinn klassíska raf-búning Hermigervils, sem leikur sér með efnið á nýtízkulegan hátt, með hljóðgervlum, þeremínum og öðrum undratólum, en að sama skapi er ætíð þráður tilvitnanna til hljóðheims fortíðarinnar

Sunnudagskvöldið 28. ágúst mun Hermigervill halda upp á væntanlega útkomu plötunnar á Bakkus Bar. Um upphitun sér Geir Helgi Birgisson. Einnig verður frumsýnt myndband við lagið “Gvendur á Eyrinni” eftir Arnljót Sigurðsson. Dagskrá hefst kl. 21.

Hermigervill – Leikur Fleiri Íslenzk Lög

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.