• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ikea Satan gefur út White Cat Blues

  • Birt: 30/08/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Ikea Satan hefur gefið út sína aðra smáskífu á stafrænu formi og ber hún nafnið White Cat Blues. Smáskífan samanstendur af þremur lögum sem tekin voru upp og hljóðblönduð af hljómsveitinni sjálfri á góðri viku í æfingarhúsnæði þeirra. Að lokum var hún hljómjöfnuð heima hjá tónlistarmanninum Arnari Helga Aðalsteinssyni, sem er betur þekktur sem HaZaR í raftónlistarsenunni. HaZaR tók sig einnig til og endurhljómblandaði (remixaði) lagið “Babaramas” af nýju plötunni og setti það í klúbbaútgáfu. Hægt er að nálgast lagið á fésbókarsíðu hans. Plötuumslag sveitarinnar er málverkið Hvíti kötturinn eftir Jón Sæmund Auðunarson (Dead Skeletons).

Platan White Cat Blues verður fáanleg á uppáhalds síðu hljómsveitarinnar gogoyoko.com og í framhaldi dreift stafrænt af útgáfufyrirtækinu Ching Ching Bling Bling á allar vinalegustu sölusíður netsins.

Leave a Reply