Sage Francis á Sódóma 3.september

Bandaríski rapparinn/ljóðskáldið Sage Francis sækir landann heim nú á laugardag og mun koma fram á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu laugardaginn 3.september nk. Ásamt Francis mun rapparinn B.Dolan troða upp en báðir koma þeir frá Providence í Rhode Island fylki í Bandaríkjunum.

Sage Francis hefur um nær áratugaskeið hrist vel upp í rappheiminum með hreinskilnum textum sínum, oftar en ekki í töluðum stíl (spoken word) og með því að storka hinum almenna tónlistarstíl nútímarapptónlistar en breiðskífa hans, Personal Journals, frá árinu 2002, hlaut einróma lof gagnrýnanda. Francis heimsækir nú Ísland í annað sinn með rúmlega sjö breiðskífur að baki en rapparinn gekk á land árið 2002. Nýjasta breiðskífa Francis, Li(f)e, kom út árið 2010 og lagið “The Best of Times” náði gríðarlegum vinsældum ásamt því að myndbandið við lagið gerði lukku. Francis er eigandi neðanjarðarplötufyrirtækisins Strange Famous Records en B.Dolan er einmitt einn af listamönnunum þar á bæ. Auk þess má nefna Buck 65, annan Íslandsvin í sambandi við fyrirtækið.

Miðasala á tónleika Sage Francis og B.Dolan á Sódóma Reykjavík þann 3.september nk. fer fram á miði.is og er miðaverð 3.000 krónur.  Rjóminn hvetur áhugafólk um rapptónlist, rímur og flæði að líta við á þessa félaga frá Rhode Island næstkomandi laugardagskvöld.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.