Rjómalagið 1.sept: Håkan Hellström – För en Lång Lång Tid

Besta leiðin til að byrja nýjan mánuð er að hlusta á sænskt indípopp um ástina. Frá því að Håkan Hellström sendi frá sér meistarastykkið Kann Ingen Sorg for Mig Göteborg fyrir 11 árum hefur hann verið óþreytandi í að gefa heiminum hreinræktað indípopp sem hljómar oft á tíðum eins og ef The Smiths og/eða The Cure hefðu verið súperglaðir Svíar (held reyndar að hugtökin “Morrissey” og “súperglaður” séu rökleg mótsögn) . “För en Lång Lång Tid” kom út á fimmtu breiðskífu Hellström, För sent for Edelweiss, árið 2007.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.