Spikfeitur tónlistarmyndaflokkur á RIFF í ár

Reykjavík er þekkt fyrir fjörlegt tónlistarlíf og RIFF hefur leitast við að endurspegla það í dagskrá sinni undanfarin ár með sérstökum tónlistarmyndaflokki. Hann inniheldur myndir, heimildamyndir sem leiknar, sem með einhverjum hætti tengjast tónlist sérstaklega. Hátíðin 2011 er þar engin undantekning, en nú hefur flokkurinn í heild verið tilkynntur og inniheldur hann átta spennandi tónlistarmyndir.

Þegar hefur verið tilkynnt um tvær myndir, annars vegar The Miners’ Hymns eftir Bill Morrison en hún inniheldur tónlist eftir Jóhann Jóhannsson og svo hinsvegar tólf stuttmyndir við jafnmörg lög af nýrri plötu PJ Harvey, Let England Shake.

Aðrar myndir sem verða sýndar í tónlistarmyndaflokki hátíðarinnar í ár eru eftirfarandi:

Scenes from the Suburbs eftir Spike Jonze:
Stuttmynd sem fylgir eftir innihaldi plötunnar The Suburbs eftir Arcade Fire, en handritið er skrifað af hljómsveitarmeðlimum og Jonze.

Sing Your Song eftir Susanne Rostock:
Segir frá lífshlaupi söngvarans, leikarans og mannréttindafrömuðarins Harry Belafonte.

LENNONYC eftir Michael Epstein:
Í myndinni er fjallað um ár John Lennon í New York.

In the Garden of Sounds eftir Nicola Bellucci:
Óvenjuleg heimildamynd um Wolfgang Fasser, blindan tón- og hljóðlistamann sem vinnur með fötluðum börnum.

Mrs. Carey’s Concert eftir Bob Connolly og Sophie Raymond:
Fylgst með tónlistarstjóra stúlknaskóla í Sydney leiða unga flytjendur skólatónleika óperuhússins fræga í átt að fullkomnun.

Beats, Rhymes & Life: The Travels of A Tribe Called Quest eftir Michael Rapaport:
Heimildamynd um eina áhrifamestu hip-hop hljómsveit allra tíma.

RIFF fer fram dagana 22. september til 2. október næstkomandi. Fylgist með á www.riff.is.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.