Tommy

Fortíðarljóminn hefur heltekið mig undanfarna daga. Nýlega tók ég mig til og gróf upp rokkóperuna Tommy sem The Who gáfu út 1969. Sjálfur hef ég mest dálæti á tónlistinni við kvikmyndaútgáfuna af Tommy sem leikstýrt var af Ken Russell og kom út 1975 en þar eru í aðalhlutverkum Roger Daltrey, söngvari The Who, ásamt þeim Ann-Margret, Oliver Reed, Eric Clapton, Tina Turner, Elton John og Jack Nicholson.

Meðfylgjandi eru brot úr myndinni þar sem þeir Elton John og Eric Clapton eru í aðalhlutverkum. Elton sem “The Champ” og Clapton sem “The Preacher”. Ég ætla ekki að fara nánar út í söguþráð myndarinnar en mæli eindregið með að áhugasamir skelli sér á næstu leigu og leigi sér eintak. Svo verður auðvitað ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvort leikhúsin hér á landi taki sig ekki til að setji verkið upp í staðin fyrir að hjakka á Hárinu eða Jesus Christ Superstar enn eitt skiptið enn?

Elton John – Pinball Wizard

Eric Clapton – Eyesight To The Blind

2 responses to “Tommy”

  1. Gummi Jóh says:

    Uppáhalds „söngleikurinn” minn by far. Er búin að bíða lengi og lengi eftir að eitthvert leikhúsið setji þetta upp. Tónlistin í þessu verki er tímalaus klassík.

  2. Bo Olafsson says:

    Algjör snilldartónlist og snilldarmynd. Man sérstaklega eftir frábærri bíóferð í Háskólabíó á myndina fyrir löngu þar sem bandið slitnaði tvisvar – good times.

    Sagan segir að Clapton muni ekki eftir að hafa verið í myndinni – það er skiljanlegt þegar þú sérð ástandið á honum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.