Rjómalagið 9. september: WU LYF – We Bros

“We Bros” er tekið af frumraun bresku rokksveitarinnar WU LYF. Platan nefnist Go Tell Fire to the Mountain og kom út í byrjun sumars. Rétt eins og lagið þá er platan mikil snilldarsmíð og endar vafalaust á árslistanum mínum þetta árið. Ég vil meira segja ganga svo langt og segja að þetta sé það albest sem ég hef heyrt koma út úr bresku rokksenunni í langan tíma. Já, ég veit: stór orð! Meðlimir lýsa músíkinni sem heví poppi – og það er kannski ekki svo fjarri lagi.

WU LYF – We Bros

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.