Kvikmyndaumfjöllun : Howl

Kvikmyndin Howl (Ýlfur) hefur verið í sýningu í Bíó Paradís undanfarnar vikur. Myndin var frumsýnd hér heima í júní á nýendurvöktum Hinsegin bíódögum ásamt þrem öðrum myndum. Myndin fjallar um skáldið Allen Ginsberg og endurupplifanir hans á ástarævintýrum, ferðalögum og fleiru sem varð kveikjan að ljóðunum í bókinni Howl and Other Poems, og málaferli í kjölfar útgáfu hennar, en útgefandi bókarinnar var kærður árið 1957 fyrir klámfengið innihald ljóðanna.

Myndinn er byggð á upplestri Ginsbergs og viðtölum. Túlkun James Franco á upplestrinum byggist líklegast á upptökum frá 1955 þar sem Ginsberg las ljóðin af mikilli innlifun fyrir áhorfendur á Six Gallery.

Sjálfur þekkti ég ljóðin ekki áður en ég sá myndina, og vissi lítið um Allen Ginsberg, en myndin vakti strax áhuga hjá mér á skáldinu og ljóðum hans. Myndin er að stórum hlutu uppbyggð af teikni- og hreyfimyndum Erics Drooker. Eru þessir kaflar nokkur af athyglisverðustu atriðum myndarinnar og falla þau fullkomlega að upplestri Franco. Myndefnið er á köflum djarft sem er vel í anda við efnið.

Franco veldur ekki vonbrygðum í hlutverki sínu frekar en fyrri daginn en annars er myndinn er stútfull af góðum leikurum og flottum senum. Það eru örfáar sýningar eftir af myndinni og hvet ég kvikmyndaáhugamenn eindregið til að drífa þig að sjá myndinna á stóra skjánum.

Leikstjórar:
Rob Epstein
Jeffrey Friedman

Leikarar:
James Franco
David Strathairn
Jon Hamm
Bob Balaban
Jeff Daniels
Treat Williams

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.