Nokkrar áhugaverðar útgáfur í september

Annie Clark, betur þekkt sem St. Vincent, sendi frá sér sína þriðju hljóðversplötu í vikunni. Spekúlantar höfðu beðið skífunnar af mikilli óþreygju enda hefur stúlkan stimplað sig inn sem sérlega hugmyndríkur og frambærilegur lagasmiður á síðustu árum. Platan ber titilinn Strange Mercy og hefur raunar hlotið einróma lof gagnrýnenda á undanförnum dögum. Lagið hér að neðan, “Surgeon”, er fyrsti singúll plötunnar og gefur fögur fyrirheit.

St. Vincent – Surgeon

Spencer Seim og Zach Hill eru aðalsprautur stærðfræðirokksveitarinnar Hella. Tripper, fimmta breiðskífa bandsins, kom út núna á dögunum og getur undirritaður vottað að platan er full af eðal gítarhávaða og taktrúnki. Á síðustu breiðskífu dúetsins var dúettnum breytt í kvintett en á þessari skífu eru félagarnir aftur orðnir tveir. Hlýðið á fyrstu smáskífuna, “Yubacore”, hér að neðan.

Hella – Yubacore

Bandaríski tónlistarmaðurinn Toro y Moi kom og lék fyrir Airwaves-gesti í fyrra. Þá til að kynna sína fyrsu breiðskífu Causers of This. Núna er númer tvö komin út, Underneath the Pine, og gefur hún þeirri fyrri ekkert eftir. Toro y Moi framreiður hrærigraut af rokki, poppi, elektróník og fólki og er útkoman nokkuð hressileg. “How I Know” er þriðja smáskífa plötunnar.

Toro y Moi – How I Know

Wilco, með Jeff Tweedy fremstan meðal jafningja, gefur út sína áttundu hljóðversplötu í lok mánaðarins. The Whole Love kallast gripurinn og er það dBpm, útgáfufélag Wilco-manna, sem gefur út. Fyrsta lagið af plötunni, “I Might”, hefur nú fengið sjálfstætt líf á netinu og ber lagið þess merki að dulítil stefnubreyting eigi sér stað frá síðustu plötu. Allt gott og blesssað.

Wilco – I Might

Svo er um að gera að kíkja á ögn eldri færslur, ef þær skildu hafa farið framhjá ykkur, því:

Sóley í hljómsveitinni Seabear gaf út sína fyrstu breiðskífu, We Sink, á dögunum.

Rokkafarnir í Ham sendu frá sér Svik, Harm og Dauða.

Hljómsveitin 1860 gáfu út sína Sögu.

Hermigervill gaf út ábreiður af vinsælum íslenzkum lögum.

Hellvar smellti í breiðskífuna Stop the Noise.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.