• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ný lög og tónleikaferð Myrká

  • Birt: 15/09/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Hljómsveitin Myrká frá Akureyri mun halda í sína aðra tónleikaferð til Bandaríkjanna þann 16. september og mun þar koma fram á 8 tónleikum í New York og New Jersey. Lokatónleikar sveitarinnar verða svo á The Saint í New Jersey þar sem margar af þekktustu hljómsveitum Bandarkíkjanna koma reglulega fram.

Í tilefni tónleikarferðarinnar mun hljómsveitin einnig gefa út fyrstu tvö lögin af annari plötu sveitarinnar sem væntanleg er síðar á árinu en fyrri plata Myrká kom út í byrjun árs 2010. Nýju lögin heita “By your tree” og “Hypothetical world”. Lögin eru fáanleg á www.myrkamusic.com og www.gogoyoko.com.

Myrká mun svo halda burtfarartónleika á Dillon Rockbar í kvöld, fimmtudaginn 15. september, ásamt hljómsveitinni Dark Harvest. Tónleikarnir hefjast kl 22:00.

Frekari upplýsingar og dagskrá tónleikaferðarinnar má finna á www.myrkamusic.com.

Leave a Reply