• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Two Step Horror

  • Birt: 16/09/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Two Step Horror er dúó sem samanstendur af þeim Þórði Grímssyni og Önnu Margréti Björnsson. Saman haf þau nýverið gefið út plötuna Living Room Music en þau sömdu og tóku upp flest lögin á plötunni veturinn 2008/2009 í stofunni heima hjá sér. Kom hún út í Bretlandi nú í maí hjá breska plötufyrirtækinu Outlier Records.

Platan er nú fáanleg í Tólf Tónum, Smekkleysu og Lucky Records í Reykjavík. Hönnun og verk á umslagi er eftir Þórð Grímsson.

Two Step Horror er meðlimur hópsins Vebeth sem samanstendur af tónlistarmönnum og myndlistarmönnum og telur m.a hljómsveitarnar Singapore Sling, Third Sound, The Dead Skeletons, The Gogo Darkness, Hank og Tank og bandarísku hljómsveitina The Meek.

Leave a Reply