• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt efni frá Atlas Sound

Bradford Cox, forsprakki Deerhunter, er að gera sig kláran fyrir útkomu þriðju breiðskífu eins-manns-bandsins Atlas Sound. Platan hefur fengið nafnið Parallax og kemur út á vegum 4AD eftir örfáar vikur. Í lok sumars birti Cox kover plötunnar ásamt því að gefa aðdáendum svolítinn forsmekk, þ.e. lagið “Terra Icognita”. Og nú fyrir helgi vippaði hann út öðru lagi, “Te Amo”, sem einnig mun prýða plötuna. Að vanda mun Cox sjálfur pródúsera og útsetja – ásamt því að flytja mest allt sjálfur. Hlustið á “Te Amo” og “Terra Icognita” hér að neðan.

Atlas Sound – Te Amo

Atlas Sound – Terra Icognita

Leave a Reply