Heimasæla á RIFF

Nú eru örfáir dagar í að Alþjóðlega Kvikmyndahátíðin hefjist og tímabært að ná sér í eintak af dagskránni og byrja að finna sýningar við hæfi.

Góð tilbreyting frá áhorfi í bíósölunum getur verið að mæta heim í stofu. Árið 2009 buðu þjóðþekktir kvikmyndagerðar- og kvikmyndaáhugamenn gestum heim í stofu, þar sem þeir poppuðu fyrir gesti og tóku kvikmynd úr safni sínu til sýningar.

Það ár mætti ég heim til Friðriks Þórs á Bjarkagötuna. Þar hafði Friðrik poppað fyrir gesti og sýndi einn af gullmolum Armenískar kvikmyndagerðar, Color of Pomegranates eftir Sayat Nova.

Í ár munu Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri, Ásgeir Kolbeins sjónvarpsmaður og systkynin Hugleikur og Úlfhildur Dagsbörn bjóða fólki heim í stofuna. Hópurinn er fjölbreyttur og verður spennandi að sjá hvað þeir munu dragar úr hillunni handa gestum.

Heimabíóin verða 27. september kl. 21:00. Nánari upplýsingar getið þið nálgast á riff.is.

Mynd eftir Camilo Rueda López

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.