Þórir Georg sendir frá sér nýtt lag

Tónlistarmaðurinn Þórir Georg er iðinn við kolann og ávallt með mörg járn í eldinum. Snemma í ár sendi hann frá sér sína fyrstu plötu á íslensku og ber hún nafnið Afsakið og inniheldur hún lagið „Er sem er“ sem er það fyrsta sem fær að hljóma af plötunni. Eins og heyra má er tónlistin ennþá melódískt og tregablandin með persónulegum sögum Þóris úr daglega lífinu í fyrirrúmi. Afsakið hefur verið vel tekið en enn sem komið er hefur hún aðeins verið til á gogoyoko en nú styttist óðum í að fyrstu eintökin birtist í verslunum en þau eru væntanleg 26. september.

Þórir á sér langa sögu sem tónlistarmaður og hefur verið að senda frá sér plötur síðan hann var táningur. Hann hefur starfað með hljómsveitum á borð við Ofvitarnir, Gavin Portland, The Deathmetal Supersquad og Fighting Shit en fyrsta sólóplatan hans sem My Summer As a Salvation Soldier, I Belive in This, kom út hjá 12 Tónum árið 2004. Þá var Þórir Georg aðeins 19 ára gamall og fékk platan lofsamlega dóma hjá tónlistargagnrýnendum. Plöturnar Anarchists Are Hopeless Romantics og Activism fylgdu svo í kjölfarið og líkt og frumraun Þóris fengu þær einnig góða dóma hjá gagnrýnendum. Allar þessar plötur eru nú uppseldar hjá útgefanda en til stendur að gera mikla bragarbót á því en væntanleg er vegleg safnplata með því besta af þessum þremur plötum auk áður óútgefnu efni My Summer as a Savation Soldier. Á meðan Þórir starfaði undir merkjum M.S.A.S.S. spilað hann yfir 100 tónleika í Evrópu og Bandaríkjunum, þar á meðal á South by Southwest árið 2006.

Þórir Georg – Er Sem Er

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.