PressPausePlay

Ein allra athyglisverðasta heimildamynd ársins er án efa PressPausePlay eftir þá David Dworsky og Victor Köhler. Fjallar hún um stafræna byltingu síðasta áratugar og áhrif hennar á sköpunargáfuna og möguleikana sem okkur nú bjóðast til að koma hæfileikum okkar á framfæri. Í myndinni er einnig velt upp þeirri spurningu hvort menning okkar sé betri eða verri fyrir vikið og hvort aukið framboð og gæði haldist í hendur.

Meðal þeirra sem fram koma í myndinni eru Ólafur Arnalds, Moby, Robyn, Hot Chip og Sean Parker höfundur Napster.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.