Rjómalagið 22. september : Beaujolais – I’m Haunted

Joe Ziemba var annar helmingur hinnar frábæru sveitar The Like Young (sjá Rjómalag 19. sept) hér í eina tíð, allt þar til sveitin hætti árið 2006 og við tók subbulegur skilnaður þeirra hjónakorna.

Síðan þá hefur Joe verið að vinna úr tilfinningum sínum og gera upp skilnaðinn, meðal annars með tónlistarsköpun. Eðlilega hafði skilnaðurinn mikil áhrif á hann, og hann er með eindæmum opinskár í textagerð og flutningi. Svo mjög að gagnrýnendur sem mætt hafa á tónleika hjá honum hafa viðrað efasemdir um að hann gangi heill til skógar. Ekki skal ég dæma um það, held þó hann sé nokkuð heill heilsu.

En Joe hefur semsagt á seinustu árum gefið út plötur undir heitinu Beaujolais, tvær breiðskífur hafa litið dagsins ljós í föstu formi, en eins og flestir listamenn hefur hann ekki mikið uppúr krafsinu. Þriðja platan mun því verða í stafrænu formi eingöngu, og það eigi síðar en í næstu viku.

Hérna er svaka hresst lag af væntanlegri plötu, sem mun bera heitið Moeurs.

Beaujolais á Facebook  | Heimasíða

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.