• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Gauntlet Hair eftir Gauntlet Hair

Gauntlet Hair samanstendur af Andy og Craig, tveimur gaurum frá Colorado, sem hafa í nokkur ár búið til tónlist saman. Í fyrra sendu þeir frá sér tvær smáskífur og vöktu athygli í netheimum – m.a. hjá útgáfufyrirtækinu Dead Oceans. Átjánda október næstkomandi kemur út fyrsta verk þeirra í fullri lengd, skífan Gauntlet Hair. Tvö lög af plötunni er nú þegar aðgengileg á netinu og hafa vakið mikla lukku hjá undirrituðum. Tónlistinni mætti lýsa sem einskonar samsuðu af Animal Collective og Deerhunter á krakki. Svo verður bara að koma í ljós hvort frumraunin reynist jafn bragðgóð og forsmekkurinn.

Gauntlet Hair – Keep Time

Leave a Reply