Nóra sendir frá sér nýtt lag

Hljómsveitin Nóra sendir frá sér nýtt lag í dag. Lagið ber heitið “Bringsmalaskotta” og er forsmekkurinn af því sem koma skal en sveitin hefur nú hafið upptökur á annarri breiðskífu sinni sem áætlað er að komi út snemma á næsta ári. Nóra gaf út sína fyrstu plötu, Er einhver að hlusta?, í júní á síðasta ári. Hún hlaut gríðargóðar viðtökur og eflaust bíða margir spenntir eftir þeirri næstu, ekki síst vegna þess að í millitíðinni hefur nýr trommuleikari gengið til liðs við hljómsveitina. Heitir sá Óskar Kjartansson og hefur meðal annars trommað með balkanrokksveitinni Orphic Oxtra.

Það má því búast við nýjum og ferskum hljóm frá Nóru eins og “Bringsmalaskotta” gefur sterklega til kynna. Lagið er hægt að nálgast á heimasíðu sveitarinnar listen.noramusic.is og á Gogoyoko.com. Nóra kemur fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í næsta mánuði og spilar jafnframt á þrennum off venue tónleikum í tengslum við hana.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.