Ghostigital sendir frá sér nýtt lag

Ghostigital var að senda frá sér nýtt lag svona rétt til að minna á sig og láta vita af stórri plötu sem þeir munu gefa út seinna á árinu.

Lagið heitir “Don’ Push Me” og eru á því eru tveir góðir gestir. Eru það goðsagnakenndi experimental rapparinn og rugludallurinn Sensational annars vegar og Nick Zinner, sem spilar á gítar en hann er gítarleikari bandarísku rokksveitarinnar Yeah Yeah Yeahs,

Sensational hefur áður unnið með Ghostdigital en nýlega kom út heimildarmynd um hann í fullri lengd, The Rise and Fall and Rise of Sensational þar sem Curver er meðal viðmælenda. Nick þekkja svo flestir en hann er frægur fyrir sérstaka nálgun á gítarleik og fyrir að hafa einstakt sánd.

Síðustu vikur hafa meðlimir Ghostdigital unnið við að mixa nýju plötuna með Alap Momin (a.k.a. Oktopus úr Dälek) í gegnum netið en hann bý í New York. Mun platan verða 11 laga og kemur hún út hjá Smekkleysu.

Ghostigital – Don’t Push Me ft. Sensational + Nick Zinner

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.