• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Náttfari – Töf

  • Birt: 01/10/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 1

Náttfari var stofnuð árið 2000 og byrjaði snemma að taka upp sitt eigið efni og spila á tónleikum víðs vegar um bæinn. Hljómsveitin kom fram á Airwaves árið 2001 og hlaut afbragðsundirtektir, m.a. umfjöllun í New York Times og fleiri stöðum. Viðræður áttu sér stað við nokkur plötufyrirtæki en ekkert varð úr útgáfu og sveitin lagði upp laupana árið 2002.

Hún kom saman aftur sumarið 2010 og spilaði á Airwaves það ár og voru tónleikarnir valdir eitt af 15 bestu atriðunum á Airwaves af Reykjavik Grapevine. Í framhaldi af Airwaves hélt sveitin í stúdíó og tók upp sína fyrstu plötu sem nú er á leiðinni og kemur út um miðjan október. Platan hefur fengið nafnið Töf.

Tónlist sveitarinnar er að mestu ósungin og í ætt við síðrokk en þó með áhrifum frá ólíkum áttum eins og rokki, jazzi og elektrónískri músík.

Náttfari – Sumardagurinn Fyrsti

1 Athugasemd

  1. lara1304 · 25/10/2011

    meiriháttar.

Leave a Reply