Ólafur Arnalds : Living Room Songs

Fyrir tveimur árum tók Ólafur Arnalds sig til og samdi og gaf frjálst til niðurhals eitt lag á dag í heila viku. Verkefnið kallaði hann Found Songs. Nú ætlar Ólafur að endurtaka leikinn undir heitinu Living Room Songs en í þetta skiptið býður hann aðdáendum sínum að fylgjast með sér við tónsmíðarnar og ætlar því að festa framvinduna á filmu og streyma yfir Alnetið.

Við skulum leyfa Ólafi að útskýra þetta sjálfum:

Verkefnið hefst í dag og verður út vikuna. Ætti fyrsta lagið og myndbandið að vera fáanlegt á livingroomsongs.olafurarnalds.com uppúr klukkan tíu í kvöld. Fylgist með.

One response to “Ólafur Arnalds : Living Room Songs”

  1. […] rjómin] Dieser Beitrag wurde unter Musik abgelegt und mit Erased Tapes Records, Island, Living Room […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.