Iceland Airwaves ’11: Dale Earnhardt Jr. Jr.

Ætla má að dúettinn Dale Earnhardt Jr. Jr. sé einskonar tónlistarlegt afkvæmi NASCAR-ökumannsins Dale Earnheart Jr.  Það er þó ekki bara nafnið sem tengist akstri og ökutækjum; meðlimir sveitarinnar, þeir Josh og Daniel, koma frá mekka bílaiðnaðarins, Detroit, og fyrsta EP-plata Dale var nefnd Horse Power.  Á plötunni mátti m.a. annars finna ábreiðu af Beach Boys laginu “God Only Knows” – og heyra má hana hér að neðan. Í sumar gáfu þeir ökuþórar svo út sína fyrstu breiðskífu, It’s A Corporate World. Músíkinni mætti lýsa sem rafskotnu indípoppi með greinilegri vísun í Brian Wilson og félaga í Beach Boys. Bandi hefur hlotið lof fyrir tónleika sína og því bara að krossa fingur og vona að Dale verði í miklu stuði á Airwaves.

Dale Earnhardt Jr. Jr. – Nothing But Our Love (af Horse Power EP)

Dale Earnhardt Jr. Jr. – Simple Girl (af It’s A Corporate World)

Dale Earnhardt Jr. Jr. – God Only Knows (af Horse Power EP)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.