• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Iceland Airwaves ’11: Dungen

Eitt af þeim böndum sem ég er spenntastur fyrir Airwaves þetta árið er klárlega sænska ný-psychadelíu-rokkbandið Dungen. Maðurinn á bakvið bandið er Gustav Ejstes sem semur tónlistana og spilar á flest hljóðfærin. Hann byrjaði að búa til hip-hop þegar hann var unglingur en varð svo fyrir áhrifum frá þjóðlagatónlist og sænskri rokktónlist sjöunda áratugarins. Það útskýrir á vissan hátt hina merkilegu blöndu gamaldags hljóms, nútímalegrar nálgunar og svo hinnar ekta sænsku sálar sem skín úr tónlistinni (getur einhver komið með tilgátu um af hverju sænska tungumálið passar svona ótrúlega vel við létta en tilfinningaþrungna popprokktónlist? Kent! Bob Hund! Håkan Hellstrom!). Hljómsveitin á 10 ára útgáfuafmæli á árinu, og hafa á þeim tíma komið út 7 breiðskífur og 2 EP plötur – hverri annarri betri. Hægt er að hlusta á af eitthvað af tónlist á heimasíðu sveitarinnar www.dungen-music.com.

Dungen – Panda (af Ta det Lungt frá 2004)

Dungen – Skit i Allt (af Skit i Allt frá 2010)

 

Leave a Reply